Kópal Akrýlhúð á álagsmikla veggi
Þegar mála á veggi sem eru á miklu álagssvæði þá skiptir máli að velja réttu málninguna.
Kópal Akrýlhúð er málning sem við mælum sérstaklega með þegar mála á þvottahús, eldhús, baðherbergi, bílskúra og fleiri svæði sem hafa meiri álagsfleti. Kópal Akrýlhúð er vatnsþynnt akrýlmálning, með mikla þvottheldni og hylur sérlega vel. Kópal akrýlhúð er gerlavarin, þolir mikið rakaálag og hefur mjög góða viðloðun.
Upphaflega framleidd fyrir frystiklefa
Styrkur Kópal Akrýlhúðar liggur fyrst og fremst í því að vera gerlavarin og vera sérstaklega þvottheldin. Málningin var fyrst framleidd til notkunar inní frystiklefum, og þolir því mikið raka- og þvottaálag.
Kópal Akrýlhúð er hægt að fá í þremur gljástigum, 7, 20 og 60.