Öll almenn pípulagningarþjónusta á einum stað

Markmið okkar er að þjónusta okkar viðskiptavini eins vel og kostur er þannig að hann verði glaður og ánægður eftir viðskipti við okkur.


Fittings og lagnaefni

Erum alltaf með á lager fittings og lagnaefni frá fagaðilum m.a. SetTengi, Vatnsvirkjanum, Lagnalagernum, Efnissölunni, Danfoss og Hringás

Hreinlætis- & blöndunartæki

Við bjóðum upp á mikið úrval af hreinlætis og blöndunartækjum frá Tengi

Gólf- & veggflísar

Álfaborg hefur verið okkar stærsti birgi um árabil og bjóðum við upp á frábært úrval af flísum frá þeim m.a. Porcalanoza og Veniz frá Spáni, Marazzi og Imola - ítalskar gæðavörur.

Málning & málningarvörur

Við seljum úrvals málningu fyrir íslenskar aðstæður frá Málningu ehf. Á heimasíðu þeirra getur þú málað hús að utan og innan til að prufa þig áfram með litaval. Einnig er þar reiknivél til að reikna hvað þú þarft mikið af málningu.

Handverkfæri

Úrval af handverkfærum frá KWB, Knipex og Makita. Einnig erum við með skrúfjárn, bora, hamra, sagir og margt margt fleira. Komið og kíkið á úrvalið.

Búsáhöld

Mikið úrval af búsáhöldum m.a. pottar, pönnur, box, eldhúsáhöld, plastvörur ofl.

Hreinlætisvörur

Hreinlætisvörur til allra þrifa. Það marg borgar sig að hafa hreint í kringum sig og þar komum við sterkir inn með mikið úrval af góðum vörum frá Takk.

Gluggar og hurðir

Miðstöðin eru umboðsaðilar Glerborgar. Hjá okkur færðu gæða glugga og hurðir úr timbri, áli og plasti. Þeir hafa farið í gegnum slagregnsprófanir hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og eru hannaðir fyrir mikinn kulda og hífandi rok.

Gler og speglar

Miðstöðin eru umboðsaðilar Glerborgar. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af gleri og speglum, s.s. einfalt flotgler, öryggisgler, tvöfalt einangrunargler, sólvarnargler o.m.fl. Við bjóðum einnig upp á sérsmíðaða spegla í þeim stærðum sem henta þér.

Rafmagnsverkfæri

Hjá okkur færður MAKITA rafmagnsverkfæri


Nýjustu fréttir

Hjá okkur er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi. Fylgist vel með fréttum hér til hliðar til að sjá nýjustu fréttir af Miðstöðinni