Fréttir

Einangrunargler á 30% afslætti í Maí

  04.05.2016

Er ætlunin að skipta um gler í sumar ? Í Maí gefst þér kostur að fá þér einangrunargler með 30% afslætti

Í íslensku veðurfari reynir oft á tíðum mjög mikið á glugga og gler í húsum okkar. Á mörgum stöðum er kominn tími til að skipta um gler og höfum við ákveðið að koma til móts við þær þarfir og bjóða upp á 30% afslátt af einangrunargleri í Maí.

Climaplus K-gler sparar upphitunarkostnað

Það skiptir miklu máli að velja rétt gler í gluggana. Við mælum yfirleitt með Climaplus K-gleri sem er sérvalið flotgler með næfurþunnri silfurblandaðri en litlausri húð öðru meginn rúðunnar. Þannig kemst orku og ljósflæði óskert inn en útstreymi hitans er haldið í algjöru lágmarki. Með því að velja Climaplus K-gler eykst einangrunargildi glersins um nær 50% án þess að hafa áhrif á gegnsæi glersins.

Veldu gler sem hentar þér

Hjá okkur getur þú valið margar gerðir af glerjum, eftir því sem hentar þér. Í flestum tilfellum mælum við með Climaplus K-gleri, en við bjóðum einnig upp á margar aðrar glertegundir, s.s. sólvarnargler, litað gler, hamrað gler, sandblásið gler, eldvarnargler o.m.fl.

Glerjunarlistar á afslætti

Við látum ekki duga að bjóða einungis einangrunargler á afslætti. Við bjóðum einnig upp á glerjunar- og EPDM lista á 20% afslætti út Maí.

Recent Posts

    Málning á 30% afslætti

      24.10.2017

    Kláraðu málningarvinnuna snemma fyrir jólin

    Kópal Magni á flísar, plast og fleiri erfiða fleti

      04.11.2016

    Fram að þessu hefur reynst erfitt að ná góðri viðloðun á mörgum efnum, s.s. flísum, plasti, allskyns málmum o.fl. Kópal Magni leysir nú þetta vandamál með frábærum árangri.

    Kópal Akrýlhúð á álagsmikla veggi

      09.09.2016

    Þegar mála á veggi sem eru á miklu álagssvæði þá skiptir máli að velja réttu málninguna.

    Blöndunartækja dagar

      06.09.2016

    20% afsláttur af blöndunartækjum í september

    Kork gólfefni

      25.08.2016

    Kork gólfefni henta mjög vel á flest heimili. Þau eru sérstaklega hlý viðkomu og henta því vel þar sem gólfkuldi er mikill. Kork gólfefni fá sérstaka yfirborðsmeðferð sem gerir það að verkum að lítil sem engin hætta er á að börn, aldraðir eða hreyfihamlaðir renni til á þeim. Það er mjög auðvelt að halda þeim hreinum og fallegum, og henta því vel fyrir ofnæmissjúklinga. Einnig eru þau mýkri en önnur efni og hlífa því baki og fótum mjög vel.

    Eldri Fréttir