Fram að þessu hefur reynst erfitt að ná góðri viðloðun á mörgum efnum, s.s. flísum, plasti, allskyns málmum o.fl. Kópal Magni leysir nú þetta vandamál með frábærum árangri.
Kork gólfefni henta mjög vel á flest heimili. Þau eru sérstaklega hlý viðkomu og henta því vel þar sem gólfkuldi er mikill. Kork gólfefni fá sérstaka yfirborðsmeðferð sem gerir það að verkum að lítil sem engin hætta er á að börn, aldraðir eða hreyfihamlaðir renni til á þeim. Það er mjög auðvelt að halda þeim hreinum og fallegum, og henta því vel fyrir ofnæmissjúklinga. Einnig eru þau mýkri en önnur efni og hlífa því baki og fótum mjög vel.