Fréttir

Þjóðhátíðar undirbúningurinn hefst hjá okkur

  18.07.2016

Þegar líða fer á júlímánuð fara margir að huga að Þjóðhátíðinni, t.d. mála súlurnar, bekki og húsgögn sem notuð eru í tjaldinu, fara yfir "gólf"búnað og endurnýja teppin ef þess þarf.

Verslunarmannahelgin er ein stærsta helgi Vestmannaeyinga, þar sem Þjóðhátíð í Herjólfsdal er haldin ár hvert. Mörg hantök þarf að vinna svo hægt sé að halda svona stóra hátíð, hvort sem það viðkemur mannvirkjunum í Herjólfsdal, eða hvítu tjöldunum. Við erum löngu byrjaðir að undirbúa okkur fyrir þjóðhátíðarverkin.

 

Það getur verið mjög gott að fara yfir súlurnar áður en haldið er með þær af stað í Herjólfsdal. Gott er að taka alla lausa málningu af súlunum og mála yfir svo þær séu sléttar og flottar. Einnig er gott að fara yfir bekki, stóla, borð og annan tjaldbúnað tímalega, svo hægt sé að gera ráðstafanir, t.d. mála, skipta um höldur o.fl. "Gólf" búnaðurinn skiptir einnig miklu máli fyrir tjaldbúa og eigum við til teppin sem henta í dalinn, hvort sem ætlunin er að nota þau inní hvítu tjöldin, eða fyrir utan. Við erum svo við öllu búnir, og eigum til plast í tjöldin, ef ske kynni að það kæmi rigning á okkur.

 

Við erum einnig búnir að bæta við okkur allskonar borðbúnaði, s.s. kökudiskar með hjálmi, kaffikönnur (frá 0,5L - 2L) og svo má auðvitað ekki gleyma þjóðhátíðar kristalnum. Einnig höfum við bætt við tjaldluktum og tjaldhiturum í úrvalið okkar. Svo má auðvitað ekki gleyma brúsum í brekkuna, og eigum við til gott úrval af brúsum

Recent Posts

    Málning á 30% afslætti

      24.10.2017

    Kláraðu málningarvinnuna snemma fyrir jólin

    Kópal Magni á flísar, plast og fleiri erfiða fleti

      04.11.2016

    Fram að þessu hefur reynst erfitt að ná góðri viðloðun á mörgum efnum, s.s. flísum, plasti, allskyns málmum o.fl. Kópal Magni leysir nú þetta vandamál með frábærum árangri.

    Kópal Akrýlhúð á álagsmikla veggi

      09.09.2016

    Þegar mála á veggi sem eru á miklu álagssvæði þá skiptir máli að velja réttu málninguna.

    Blöndunartækja dagar

      06.09.2016

    20% afsláttur af blöndunartækjum í september

    Kork gólfefni

      25.08.2016

    Kork gólfefni henta mjög vel á flest heimili. Þau eru sérstaklega hlý viðkomu og henta því vel þar sem gólfkuldi er mikill. Kork gólfefni fá sérstaka yfirborðsmeðferð sem gerir það að verkum að lítil sem engin hætta er á að börn, aldraðir eða hreyfihamlaðir renni til á þeim. Það er mjög auðvelt að halda þeim hreinum og fallegum, og henta því vel fyrir ofnæmissjúklinga. Einnig eru þau mýkri en önnur efni og hlífa því baki og fótum mjög vel.

    Eldri Fréttir